Orðspor 1
81 „Tungumál eru lykill að heiminum.“ Vigdís Finnbogadóttir Árið 1998 fékk menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna Vigdísi til að vera velgjörðarsendiherra tungumála, sem þýðir að hún reynir að vekja athygli á mikilvægi tungumála, efla læsi jarðarbúa og standa vörð um tungumál sem eru í útrýmingarhættu. Hún er líka verndari norrænna táknmála og leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga sér tungumál og geta talað það. Það eru til dæmis ekki mörg ár síðan íslenska táknmálið var viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra . Háskóli Íslands ákvað að nefna stofnun í erlendum tungumálum í höfuðið á Vigdísi. Háskólinn vildi með nafngiftinni sýna Vigdísi þakklæti sitt fyrir alla hennar vinnu á sviði tungumála og menningar. Forsetar Íslands frá stofnun lýðveldis: • Sveinn Björnsson • Ásgeir Ásgeirsson • Kristján Eldjárn • Vigdís Finnbogadóttir • Ólafur Ragnar Grímsson. • Guðni Th. Jóhannesson
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=