Orðspor 1

5. KAFLI 79 Svona hljómuðu leiðbeiningarnar sem bakaradrengurinn fékk. Rebbi hafði rétt fyrir sér. Þessar piparkökur eru óætar. Hann hefur nú fengið stuðning úr óvæntri átt. Norski bakarinn Ann Britt Årli bakaði nefnilega piparkökur eftir uppskrift Hérastubbs og segir þær vera bragðvondar. Hún bendir Hérastubb á að bæta við sýrópi, negul og engifer til að bragðbæta kökurnar. Og hafðu það, Hérastubbur minn! Hérastubbur hefur fengið sér tölvu og sett upp sitt eigið matarblogg. Hann vill gjarnan setja uppskriftina að sínum frægu piparkökum á bloggið. Piparóhapp bakaradrengsins hefur þó sýnt honum að leiðbeiningarnar mættu vera skýrari. Hann biður ykkur um að endurskrifa uppskriftina svo allir eigi auðvelt með að fylgja leiðbeiningunum. - Veljið gott heiti. - Setjið upp lista yfir hráefni. - Skrifið skýra og einfalda verklýsingu. Þegar piparkökur bakast kökugerðarmaður tekur fyrst af öllu steikarpottinn og eitt kíló margarín. Bræðið yfir eldi smjörið en það næsta sem hann gjörir er að hræra kíló sykurs saman við það, heillin mín. Þegar öllu þessu er lokið takast átta eggjarauður, maður þær og kíló hveitis hrærir og í potti vel. Síðan á að setja í þetta eina litla teskeið pipar. Svo er þá að hnoða deigið og breiða það svo út á fjöl. Thorbjörn Egner

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=