Orðspor 1

ORÐSPOR 78 AAAtjú!!! Það getur farið illa þegar fyrirmælin skolast til . Slíkt kom einmitt fyrir í eldhúsi Hérastubbs bakara í Hálsaskógi hér um árið. Lærlingur nokkur fékk það vandaverk að baka piparkökur og fékk góðar leiðbeiningar. Hann átti þó í stökustu erfiðleikum með að muna þær, ruglaði saman teskeið og kílói og því fór sem fór. Nánari frásögn um ævintýri héranna í bakaríinu er að finna í sögunni um Dýrin í Hálsaskógi eftir hinn norska Thorbjörn Egner. Söguna flutti hann fyrst í barnatímanum í norska útvarpinu en árið 1953 kom hún út í bók með mynd-skreytingum eftir Thorbjörn sjálfan. Síðar skrifaði höfundur leikrit eftir sögunni sem enn þann dag í dag nýtur feikna vinsælda. Það hefur til að mynda verið flutt mörgum sinnum í Þjóðleikhúsi Íslands. Hérastubbur er virtur bakari í Hálsaskógi. Hann sést hér með bakaradrengnum sem er að læra til bakara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=