Orðspor 1
5. KAFLI 77 Kanntu brauð að baka? Ágæt leið til að þjálfa leiðbeiningalæsi er að fara eftir mataruppskriftum. Að fylgja uppskrift er vandaverk því ekki vill maður gleyma mikil- vægum hráefnum . Það getur haft slæm áhrif á lokaútkomuna. Þeir sem búa til uppskriftir fylgja yfirleitt sömu formúlunni . Finna þarf gott, girnilegt og grípandi heiti á réttinn. Skrifa þarf lista þar sem upp er talið allt það hráefni sem til þarf og í lokin er skýr og nákvæm verklýsing. Hér fyrir neðan er gott dæmi um hvernig uppskriftir eru yfirleitt settar fram. Amerískar pönnukökur Andrésar Hráefni: 2 egg 4 dl mjólk 4 msk sykur smjör á pönnuna 2 bollar hveiti hlynsýróp 2 tsk lyftiduft Aðferð: Hrærið egg og sykur vel saman. Hrærið hveiti og lyftiduft út í. Bætið mjólk út í blönduna, litlu í einu, og hrærið þar til deigið er laust við kekki. Hitið pönnuna á eldavél og setjið á hana smjörklípu, u.þ.b. eina teskeið. Hellið deigi úr ausunni á vel heita pönnu og steikið í u.þ.b. 20-30 sekúndur á hvorri hlið- eða þar til pönnukakan er gullinbrún. Raðið steiktum pönnukökum í stafla á disk og hellið hlynsýrópi yfir. Stóra Disney matreiðslubókin, Edda útgáfa 2010, bls. 14 Skammstafanir Í langflestum uppskriftum rekst maður á ákaflega skrítin orð. Msk, tsk, dl og ml kannist þið sennilega við. En hvað þýða þessi orð eiginlega? Jú, þetta eru skammstafanir, styttingar á orðum sem koma mjög oft við sögu í uppskriftum. msk = matskeið tsk = teskeið dl = desilítri ml = millilítri g = grömm kg = kílógrömm Athugið að ekki á að setja punkt á eftir skammstöfunum sem tákna mælieiningar. vinnubók bls. 72–73
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=