Orðspor 1

ORÐSPOR 76 Sæll vertu, lesandi góður. Spjöllum að- eins um sagnorð. Ég er sérlega hrifinn af sagnorðum. Þau eru svo lífleg. Alltaf að bralla eitthvað, bardúsa. Sei sei já! Sagnorðin segja frá því sem einhver gerir. Áttu við orð eins og að hlaupa, dansa, syngja, teikna og hlæja. STUÐorð, já þú segir nokkuð. Sagnorð geta staðið í nútíð og þátíð. Til að mynda borða ég hrútspunga í dag en í gær borðaði ég sviðasultu. Þegar kemur að leiðbeiningum eru sagnorðin ákaflega nauðsynleg. Þau sjá um að segja þeim er les nákvæmlega hvað hann eða hún á að gera. Þá segjum við að sagnorðin séu í boðhætti. Tungulipur, stattu upp, farðu niður og sæktu inniskóna mína. Settu þá í kjaftinn, hlauptu upp stigann og geltu þrisvar. Leggðu þá svo hingað á mottuna. Humm, hann er sennilega þreyttur greyið. Ég sæki skóna bara sjálfur. Komdu, Málfróður. Dönsum, syngjum og kætumst! Ég þekki þau vel. En ég kalla þau STUÐorðin. vinnubók bls. 67–71

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=