Orðspor 1

ORÐSPOR 74 Útlit og innihald Leiðbeiningar og fyrirmæli er hægt að setja fram á ýmsa vegu. Hér eru nokkur dæmi: Þetta eru einfaldar leiðbeiningar. Þær eru númeraðar til að auðvelda þér að fylgja þeim, skref fyrir skref. Einnig er hægt nota ýmis áherslumerki til að afmarka hvert atriði. Fylgdu eftirfarandi fyrirmælum. 1. Stattu upp. 2. Klappaðu saman lófum. 3. Stappaðu niður fótum. 4. Snúðu þér í hring. Myndir henta oft betur en orð. Fylgdu eftirfarandi fyrirmælum. Finndu til rauðan trélit og eitthvað til að teikna á. Dragðu mátulega stóran hring á mitt blaðið. Bættu svo við augum ofarlega í hringinn. Því næst skaltu teikna nef og munn. Þegar því er lokið máttu teikna hár og eyru. 1 2 3 Þessar leiðbeiningar reyna meira á lesskilning þess sem fylgir þeim. Taktu vel eftir feitletruðu orðunum. Þau kallast sam-tengingar. Samtengingar tengja saman atriði í rétta tímaröð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=