Orðspor 1

5. KAFLI 73 Listin að leiðbeina Leiðbeiningar segja manni hvernig á að gera eða búa eitthvað til. Leiðbeiningar geta bæði verið skriflegar og munnlegar . Leiðbeiningar er líka hægt að setja fram í myndum. Sá sem leiðbeinir þarf að gera það á skýran og einfaldan hátt, skref fyrir skref. Sá sem fylgir leiðbeiningum þarf að taka vel eftir og fara eftir fyrirmælunum . Í daglegu lífi þarf oft að fara eftir leiðbeiningum eða fyrirmælum. Við treystum á leiðbeiningar til að: – leysa verkefni í skólanum. – elda eða baka eftir uppskriftum. – læra á nýjan tölvuleik . – setja saman húsgögn. – vita hvernig á að þvo fatnað. – læra að prjóna . – skilja leikreglur í nýju spili. – hvernig á að breyta stillingum í símanum. – vita hvað þjálfarinn vill að gert sé á æfingunni. – raða rétt í uppþvottavélina. Það er leikur að læra krakkar mínir. Nú skulið þið fara í uppáhalds leikinn minn: Jósef /Jósefína segir! Veljið stjórnanda sem gefur fyrirmæli og segir hvað hinir eiga að gera. Tökum dæmi. Jósef segir: Hoppið eins og froskar. Þá herma allir hinir eftir. Ef stjórnandinn segir ekki Jósef/Jósefína á undan fyrirmælunum þá eiga hinir ekki að gera neitt. Hahaha, þessi leikur er alltaf jafn skemmtilegur. Pant ver‘ann! Hvenær notið þið leiðbeiningar eða hlustið á fyrirmæli?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=