Orðspor 1
71 Taktu viðtal við bekkjarfélaga. Semdu fimm spurningar um eitthvað sem þú veist ekki nú þegar en langar að vita um bekkjarfélagann. Reyndu að forðast lokaðar spurningar sem gefa bara já eða nei svör. Nafn : Atli Einarsson Aldur : 10 ára Stjörnumerki : Fiskar Áttu gæludýr? „Já, við eigum hund, rakka sem heitir Sómi. Og þar sem ég á heima á kúabúi get ég sagt að kýrnar séu líka nokkurs konar gæludýr. Þær eru 40. Þannig að ætli ég eigi ekki bara 41 gælu- dýr.“ Hvernig er dæmigerður dagur á Syðri Brekku? „Bara ósköp venjulegur, held ég. Ég þarf að vakna kl. hálf sjö því skólabíllinn sækir mig kl. hálf átta. Ég hjálpa yfirleitt til í fjósinu áður en ég fer í skólann. Skólinn byrjar svo hálf níu. Við erum 36 í skólanum, fimm í 5. bekk eins og ég. Í tímum eru 5., 6. og 7. bekkur yfirleitt saman. Það er bara flott, þá kynnist maður fleiri krökkum. Í frímínútum finnst mér skemmti- legast að spila fótbolta. Eftir skóla fer ég heim með skólabílnum og vinn heimanámið. Svo fer ég oftast í tölvuna. Mér finnst hrikalega gaman að spila tölvuleiki. Ég er hrifnastur af ævintýra- og þrautaleikjum. Seinni partinn fer ég aftur með pabba og Magneu, systur minni, í fjósið. Það þarf að mjólka, gefa, bursta, kemba og moka flórinn. Við hjálpumst öll að. Það er sko ekkert hægt að taka sér frí frá því að sjá um dýrin. Eftir kvöldmat horfi ég kannski á sjónvarpið eða þætti í tölvunni. Stundum les ég líka áður en ég fer að sofa.“ Hvað gerir þú í frístundum þínum? „Ég hef mikinn áhuga á útivist. Ég fer oft með mömmu í langar göngur og nokkrum sinnum í fjallgöngur. Það er frábært. Ég kann á áttavita og að lesa af korti. Ég væri alveg til í að vera í björgunarsveit þegar ég verð eldri. Svo er ég að læra á gítar og væri til í að prófa trommur líka.“ Atli Einarsson Atli Einarsson
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=