Orðspor 1

5 Fjólubláu orðin: Í bókinni er víða að finna fjólublá orð . Ef þú skilur ekki orðin er tilvalið að spyrja kennarann eða fletta upp í orðabók, hvort sem hún er prentuð eða rafræn. Þessi orð voru sett í bókina sérstaklega fyrir þá sem keppast við að auka orðaforða sinn. Grínhildur gantast: Heill og sæll krakkalakki. Ég hélt að hann Málfróður ætlaði að tala í allan dag, ótrúlegt hvað veður á karlanganum. Mig er óþarft að kynna en ég kynni mig nú samt, Grínhildur heiti ég og ætti þessi bók nú aðallega að fjalla um mig en það fékkst ekki leyfi fyrir því. Aðalmarkmiðið með bókinni er að þú og aðrir jafnaldrar þínir lesi hana og læri, að þið hreinlega sjúgið í ykkur allan þann fróðleik sem hún hefur að geyma og að þið verðið enn betri í íslensku en þið eruð nú þegar. Eru ekki allir örugglega með rör? Ég veit að það er freistandi að hafa bókina til annarra nota, til dæmis að slá henni í þann bekkjarfélaga sem þér er næstur en ég get engan veginn sagt að það sé góð hugmynd. Og jafnvel ef það er að styttast í hádegi þá er heldur ekki sniðugt að smjatta á bókinni. Það er langt síðan Íslendingar átu bækur í hungursneyð. Maturinn sem bíður er örugglega betri á bragðið en pappír, þó svo að textinn kunni að vera gómsætur. En nú skaltu hefja lesturinn, túlílú. vinnubók bls. 4 og 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=