Orðspor 1

4. KAFLI 63 Þú þekkir líkast til ævintýrið um systkinin Hans og Grétu sem bjuggu, ásamt foreldrum sínum, í skógi. Móðir þeirra lést, faðir þeirra giftist aftur og stjúpan flutti inn. Hún var ekkert hrifin af börnum, fannst þau eins og hver önnur plága og stakk upp á því við föður þeirra að hann skildi þau eftir í skóginum. Hans heyrði um áformin og þegar þau voru sofnuð læddist hann út og fyllti vasana af smásteinum. Daginn eftir þegar faðir þeirra fór með þau út í skóg stráði Hans steinum í slóðina. Inni í miðjum skógi yfirgaf faðir þeirra þau en það var allt í lagi því Hans og Gréta gátu fylgt steinaslóðinni aftur heim til sín. Stjúpan vildi reyna aftur en læsti núna útidyrahurðinni svo Hans gæti ekki farið út að safna steinum. Hans tók þá með sér brauð og daginn eftir þegar faðir þeirra fylgdi þeim inn í skóginn stráði hann brauði á slóðina. Þegar Hans og Gréta ætluðu að fylgja slóðinni heim fundu þau hana ekki. Smáfuglar höfðu étið brauðið. Þau urðu hrædd og ráfuðu villt um skóginn þar til þau komu að húsi sem var úr piparkökum og sælgæti. Þau vissu ekki að norn átti húsið, hún fann þau og læsti Hans inni í búri því hún ætlaði að fita hann og éta. Gréta var látin vinna erfið heimilisverk. Nornin vildi sjá hvort Hans væri ekki orðinn pattaralegur en Hans plataði nornina og rétti henni nagað bein. Þegar vika var liðin ákvað nornin að elda Hans en þá tókst Grétu með mikilli útsjónarsemi að ýta norninni inn í ofninn og loka hana þar inni. Áður en systkinin yfirgáfu hús nornarinnar fundu þau fjársjóð sem þau tóku hluta af og tókst svo að rata heim til sín. Faðir þeirra var mjög glaður að sjá þau og stjúpan var flutt út. Hans og Gréta ævintýri – úr safni Grimms bræðra Þýsku bræðurnir Jacob og Wilhelm Grimm söfnuðu þjóðsögum af miklum móð á 19. öld. Meðal sagna í safni þeirra eru Mjallhvít, Rauðhetta, Þyrnirós, Öskubuska og Úlfurinn og kiðlingarnir sjö.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=