Orðspor 1

ORÐSPOR 62 Sögusvið Það er mikilvægt að velja gott sögusvið eða umhverfi fyrir söguna sína. Það er til dæmis erfitt að skrifa drungalega draugasögu sem gerist á strönd á Spáni um hábjartan sumardag. Andrúmsloftið í sögunni er ekki mjög draugalegt. Oft nota höfundar líka veðrið til að skapa ákveðna stemmingu í sögum, sagan byrjar kannski í sól og sumaryl en svo þegar hallar á í lífi aðalpersónunnar er kannski kominn bylur eða rigning. Sögusvið getur verið borg, sveit, framtíðarland, geimurinn o.s.frv. Þegar þið lesið ævintýrið um Hans og Grétu hér á eftir, ímyndið ykkur hvernig sagan væri ef hún gerðist í stórborg. Uppbygging Sögur eru oft byggðar upp á svipaðan hátt. Það þýðir að saga hefur upphaf, atburðarás og endi. Í upphafinu er yfirleitt einhvers konar kynning, til dæmis á persónum og sögusviði. Í atburðarásinni er eitthvert vandamál eða flækja sem persónurnar þurfa að glíma við og hápunktur sögunnar. Í endinum kemur fram einhver lausn. Auðvitað eru ekki allar sögur byggðar svona upp en þetta er þó algengasta uppbyggingin. Það eru til dæmis til sögur sem byrja á endinum. Hvert er sögusviðið hér?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=