Orðspor 1

4. KAFLI 61 Sælar elskurnar mínar. Nú er komið að því að ég segi ykkur eitt og annað um nafnorð. Áður hafið þið kannski heyrt að nafnorð eru hlutir sem hægt er að snerta. Já, hann Tungulipur veit sínu viti. Hann veit að nafnorð eru til í eintölu og fleirtölu. Eintala þýðir að það er bara talað um eitt bein en fleirtala þýðir að um er að ræða tvö eða fleiri: mörg bein. LÁTIÐ NÚ REYNA Á ÞETTA – HVAÐ GETIÐ ÞIÐ FUNDIÐ MÖRG NAFNORÐ Á FIMM MÍNÚTUM? En nafnorð eru ekki bara heiti þeirra hluta sem við getum snert. Jú, skoðum þetta nánar. Nafnorð skiptast í sérnöfn og samnöfn. Sérnöfn eru nöfn fólks og staða: Karólína, Patreksfjörður, Ísland og Strandgata. Sum dýr heita líka einhverju nafni: Snati, Branda. Takið eftir því að sérnöfn eru alltaf skrifuð með stórum upphafsstaf. Samnöfn eru sameiginleg heiti á hlutum, fólki, dýrum, stöðum og tilfinningum. Þau sem hægt er að snerta kallast hlutstæð. Önnur sem ekki hægt að snerta s.s. gleði, reiði, mánudagur, desember kallast óhlutstæð. Núna er ég að kenna honum um þrjú kyn nafnorða: Kvenkyn (hún), karl- kyn (hann), og hvorugkyn (það). Kyn nafnorða er fundið með hjálpar- orðum: Hún/þær, hann/þeir eða það/þau. Dæmi: Hundurinn fer út að pissa – hann fer út að pissa. Hundurinn er þá nafnorð í karlkyni. Nú er komið að ykkur. Hvað vitið þið um nafnorð? SÉRNÖFN SAMNÖFN vinnubók bls. 52–58

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=