Orðspor 1
ORÐSPOR 60 Kynjaverur á hverju strái Skoðum nú fleiri kynjaverur. Margar hendur vinna létt verk og hér er listi yfir nokkrar kynja- verur sem hafa fundist í íslenskum og erlendum sögum: Nykur, marbendill, dreki, varúlfur, draugur, álfur, skessa, tröll, dvergur, vampíra, hafmeyja. Kennarinn ykkar mun skipta kynjaverunum á milli ykkar og þið finnið upplýsingar (í bókum og á netinu) um þá veru sem þið fenguð úthlutaða. Munið að geta heimilda. • Flettið upp á verkefninu Kynjaverur á hverju strái í vinnubókinni. • Finnið a.m.k. þrjár myndir af kynjaverunni. • Leitið upplýsinga um hegðun/skapgerð/hæfileika kynjaverunnar. • Hvar er líklegast að sögupersónur rekist á kynjaveruna? • Finnið sögu (bók, kvikmynd) sem kynjaveran kemur fram í. • Útbúið samtal þar sem manneskja hringir í lögregluna og tilkynnir hvarf kynjaverunnar. • Kynnið kynjaveruna fyrir bekkjarfélögum ykkar með því að sýna þeim myndir og segja þeim frá því sem þið funduð um veruna. • Leikið einnig símtalið til lögreglunnar. Settu þig í spor þess sem þú ert að leika. Hvernig rödd hefur þín persóna? Mundu að tala ekki of hratt og bera hvert orð skýrt fram. Talaðu! vinnubók bls. 50–51
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=