Orðspor 1

ORÐSPOR 60 Kynjaverur á hverju strái Skoðum nú fleiri kynjaverur. Margar hendur vinna létt verk og hér er listi yfir nokkrar kynja- verur sem hafa fundist í íslenskum og erlendum sögum: Nykur, marbendill, dreki, varúlfur, draugur, álfur, skessa, tröll, dvergur, vampíra, hafmeyja. Kennarinn ykkar mun skipta kynjaverunum á milli ykkar og þið finnið upplýsingar (í bókum og á netinu) um þá veru sem þið fenguð úthlutaða. Munið að geta heimilda. • Flettið upp á verkefninu Kynjaverur á hverju strái í vinnubókinni. • Finnið a.m.k. þrjár myndir af kynjaverunni. • Leitið upplýsinga um hegðun/skapgerð/hæfileika kynjaverunnar. • Hvar er líklegast að sögupersónur rekist á kynjaveruna? • Finnið sögu (bók, kvikmynd) sem kynjaveran kemur fram í. • Útbúið samtal þar sem manneskja hringir í lögregluna og tilkynnir hvarf kynjaverunnar. • Kynnið kynjaveruna fyrir bekkjarfélögum ykkar með því að sýna þeim myndir og segja þeim frá því sem þið funduð um veruna. • Leikið einnig símtalið til lögreglunnar. Settu þig í spor þess sem þú ert að leika. Hvernig rödd hefur þín persóna? Mundu að tala ekki of hratt og bera hvert orð skýrt fram. Talaðu! vinnubók bls. 50–51

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=