Orðspor 1
ORÐSPOR 58 Í fyrstu bókinni um Harry Potter, sem heitir Harry Potter og viskusteinninn , nýtir höfundur sér líka kentár sem aukapersónu og nær að koma því á framfæri að kentárar eru vitrar skepnur. Út úr rjóðrinu steig – var þetta maður eða hestur? Ofan mittis var þetta maður með rautt hár og skegg en fyrir neðan mitti var rauðbrúnn hestbúkur með langt, rauðleitt tagl, Harry og Hermione göptu. „Nú, þetta ert þú, Ronan,“ sagði Hagrid feginn. „Hvernig hefurðu það?“ Hann gekk til hans og tók í höndina á honum. „Góða kvöldið, Hagrid,“ sagði Ronan. Rödd hans var djúp og dapurleg. „Ætlaðirðu að skjóta mig?“ „Það er aldrei of varlega farið, Ronan,“ sagði Hagdrid og klappaði á lásbogann . „Það er eitthvað óhreint á kreiki hérna í skóginum. Þetta eru Harry Potter og Hermione Granger. Þau eru nemendur við skólann. Og þetta er Ronan. Hann er kentár.“ „Við tókum eftir því,“ sagði Hermione uppburðalítil . „Gott kvöld,“ sagði Ronan. „Svo að þið eruð nemendur? Lærið þið eitthvað nytsamlegt í skólanum?“ „Ja …“ „Pínulítið,“ sagði Hermione feimnislega. „Pínulítið. Jæja, það er þó eitthvað.“ Ronan andvarpaði. Hann kastaði höfðinu aftur og starði upp í himinhvolfið. „Mars skín skært í nótt.“ „Já, það er satt,“ sagði Hagrid og gaut augunum upp í himininn. „Heyrðu, ég er feginn að við rákumst á þig, Ronan, einhyrningur hefur verið særður. Hefurðu séð eitthvað óvenjulegt?“ Ronan svaraði ekki strax. Hann starði áfram upp í himininn án þess að depla auga. Svo andvarpaði hann aftur. Lestur er lykill að ótal ævintýrum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=