Orðspor 1
ORÐSPOR 4 Hvað er málið með þessa bók? Málfróður mælir: Kæri lestrarlærlingur, Málfróður heiti ég og ætla að fylgja þér í gegnum þessa bók. Af og til mun mér bregða fyrir þar sem ég kynni fyrir þér málfræði sem og annan orðafróðleik, en ekki hafa áhyggjur, ég er alls ekki leiðin- legur. Þegar ég er ekki að kíkja á hvað þú ert að gera þá er ég líkast til að grúska í bókum, úti að ganga með hundinn minn sem heitir Tungulipur nú eða bara að hlusta á góðan útvarpsþátt. Mikið hvað ég spenntur fyrir þessari samvinnu okkar og ég veit að við verðum góðir vinir. Þessi tákn áttu eftir að sjá víða um bókina: Hugstormur – Í hugstormi á að fá eins margar hugmyndir og hægt er á gefnum tíma. Oftast unnið í hóp. Stækkunarglerið – Hér ályktar þú, rannsakar og grúskar. Stýrt verkefni – Þegar þetta merki kemur upp mun kennari leggja inn verkefni og aðstoða hópinn við að leysa það skref fyrir skref. Námsfélagar – Þessi verkefni vinna tveir og tveir saman. Hópverkefn i – Verkefni unnið í hóp. Ritunarverkefni – Hér er ætlast til að þú leysir verkefnið skriflega. Framsögn – Verkefni sem eru flutt munnlega, kynningar, leikræn tjáning og virk hlustun.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=