Orðspor 1

4. KAFLI 57 Í grískri goðafræði segir að kentárar eða mannfákar hafi verið skepnur sem voru vaxnar eins og menn niður að nafla en hestar að öðru leyti. Þeir voru ofbeldishneigðir og erfitt að temja þá. Sá kentár sem kemur hvað mest fyrir í grískri goðafræði hét Keiron. Hann var góður kennari og kenndi mörgum prinsum og kannski þess vegna eru kentárar yfirleitt vitrar skepnur í nútímabókum. Í bókinni Sagan endalausa er kentár sem heitir Cæron og það leynir sér ekki að höfundur bókarinnar er að líkja nafni persónu sinnar við Keiron úr grísku goðafræðinni. Skyndilega sló þögn á salinn. Öllum varð litið til stóru vængjahurðarinnar sem nú opnaðist og hinn frægi meistari læknislistarinnar, Cæron, gekk í salinn. Hann var af ættbálki þeim er í fyrndinni nefndust kentárar. Niður að mitti var sköpunarlag hans eins og manns en það sem eftir var hafði sköpunarlag hests. Hann var langt að kominn, frá landi sem lá lengst í suðri og var svokallaður blökkukentár, sá hluti líkama hans sem hafði mannssköpulag var svartur sem íbenholt að undanskildu hárinu og skegginu sem var snjóhvítt og hrokkið, hest- hlutinn var hins vegar röndóttur eins og á sebradýri. Í grískri goðafræði eru fleiri kynjaverur sem eru blanda af dýrum og mönnum. Echidna – er nefnd móðir allra skrímsla, hún er snákur upp að nafla en kona frá nafla og upp. Fánn – er blanda af geit og manni. Medúsa – er kona sem er með snáka í stað hárs. Farið á netið og leitið upplýsinga um þessar goðsagnaverur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=