Orðspor 1

ORÐSPOR 56 Persóna verður til Eitt af því fyrsta sem höfundur þarf að ákveða þegar hann skrifar sögu er um hvern hún á að vera. Yfirleitt er ein aðalpersóna og svo nokkrar aukapersónur. Aðalpersónan getur verið mennsk, dýr eða fígúra sprottin upp úr hugarheimi höfundarins. Höfundurinn veit allt um sínar persónur, hvernig þær haga sér, hvernig þær líta út, hvað þeim finnst gott eða vont, hvort þær tannbursti sig, hvað þær óttast, hvað þær dreymir, hvenær þær fara að sofa, hvernig lykt er af þeim o.s.frv. Þeir hafa skapað sögupersónuna, gefið henni líf, skapgerð, útlit og áhugamál. Þetta kallast persónusköpun. Persónurnar eru nánast eins og vinir höfunda en þeir segja okkur sem lesendum ekkert endilega frá öllu sem þeir vita um þær. Höfundar eru mjög hugmyndaríkir en þeir eru líka úrræðagóðir og leita í gamlar sögur til að fá hugmyndir að persónum. Margir erlendir höfundar hafa leitað í gríska goðafræði og fundið þar áhugaverðar kynjaverur til að nota í sínum verkum. Kentár er dæmi um kynjaveru sem kom fyrst fram í grískri goðafræði en er að finna í mörgum barna- og unglingabókum í dag. Til dæmis í Harry Potter , Óvættaför nr. 4 – Kentárinn Tagus, Sögunni endalausu , Narníu og Percy Jackson . Hvaða persónur dettur ykkur í hug sem eru ekki manneskjur sem þið hafið lesið um, séð eða heyrt um?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=