Orðspor 1

4. KAFLI 55 Bíólagið Svarti Pétur ruddist inn í bankann, með byssuhólk í hvorri hönd. Heimtaði með þjósti peningana og bankastjórann hneppti í bönd Upp með hendur, niður með brækur, peningana, ellegar ég slæ þig í rot. Haltu kjafti, snúðu skafti, aurinn eins og skot. Svarti Pétur brölti uppá jálkinn og þeysti burt með digran sjóð. Þeir eltu hann á átta hófa hreinum, auk Nonna sem rakti slóð. Upp með hendur, niður með brækur … Hesma, þúsma, mesma, vosma, kasma, isma, hesma, þúsma, mesma, hosma? Já! Hesma, þúsma, mesma, vosma, kasma, isma, hesma, þúsma, mesma, hosma? Já! Þeir náðu honum nálægt Húsafelli, og hengdu hann upp í næsta tré Réttlætið það sigraði að lokum, og bankinn endurheimti féð. Upp með hendur, niður með brækur … Um hvað fjallar söngtextinn Bíólagið ? Hvenær sást þú kvikmynd, heyrðir eða last síðast sögu? Hvaða lagatexti kemur upp í hugann sem segir sögu? Veistu hvað hesma, þúsma, mesma, vosma, kasma, isma þýðir? Þetta var vinsælt leynimál fyrir allmörgum árum og kallaðist það sma-mál og tók fólk yfirleitt fyrstu tvo stafi orðsins og bætti –sma fyrir aftan þá stafi. Þessi setning þýðir: Heldur þú með vonda karlinum? Hvað heldur þú þá að hosma þýði? Búðu til –sma málsgrein.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=