Orðspor 1

ORÐSPOR 54 Lestur er undirstaða alls náms Hefur þú heyrt talað um að lestur sé undirstaða alls náms? Þá er ekki bara átt við lestur skólabóka, heldur allan lestur sem mun afla þér aukinnar þekkingar, hvort sem það er lestur texta, mynda eða tákna. Flestir hafa vonandi lesið skáldsögu sem var svo spennandi eða fyndin að það var erfitt að leggja hana frá sér og sumir kannast kannski við það að halda áfram að lesa undir sænginni með vasaljós eftir að foreldri hefur sagt manni að fara að sofa. En sögur eru ekki bara í bókum, þær eru allt í kringum okkur. Við heyrum fólk segja sögur, bæði sannar og skáldaðar . Við lesum sögur í myndasögublöðum og þegar við spilum tölvuleiki erum við oft að taka þátt í sögu. Í kvikmyndum er líka verið að segja okkur sögu. Meira að segja þegar við hlustum á lög þá eru fjölmargir söngtextar að segja okkur sögur. Til dæmis þessi texti eftir þá Valgeir Guðjónsson og Egil Ólafsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=