Orðspor 1

4. KAFLI 53 Margar kynjaverur er að finna í skáldsögum og ævintýrum. Til dæmis eru tröll, álfar og skessur í mörgum íslenskum ævintýrum svo ekki sé minnst á hafmeyjur, marbendla og nykra sem eiga það öll sameiginlegt að líða vel í vatni. Í erlendum sögum er oft að finna dreka, kentára, vampírur og varúlfa. Í mörgum sögum kynnist aðalpersónan einhverri kynjaveru og tekst jafnvel með þeim vinátta. En hvað ber höfundi að hafa í huga þegar hann skapar aðal- og aukapersónur? Það verður skoðað í kaflanum. Eins verður sagan að gerast einhvers staðar. Það getur skipt miklu máli upp á andrúmsloftið eða stemminguna í sögunni í hvaða umhverfi hún gerist. Flestar sögur hafa líka ákveðna uppbyggingu: • upphaf • atburðarás • endir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=