Orðspor 1

51 En hvað eru landvættir? Landvættirnir eru verur sem vernda Ísland. Hver landsfjórðungur á sinn landvætt. Í Heimskringlu Snorra Sturlusonar er sagt frá því þegar Haraldur Danakonungur sendi mann til Íslands til að kanna aðstæður. Sá maður gat skipt um ham og fór til Íslands í hvalslíki, synti í kringum landið og rakst á margar furðuverur á ferð sinni. Við Vopnafjörð sá hann stóran dreka, með orma, pöddur og eðlur í kringum sig. Landvættur Austfjarða er því dreki. Þá synti hann norður og þegar hann kom inn í Eyjafjörð tók á móti honum gríðarlega stór fugl, svo stór að vængir hans náðu á milli fjalla. Með honum voru fleiri fuglar í för, bæði stórir og litlir. Landvættur Norðurlands er því fugl. Áfram synti maðurinn í hvalslíki og í Breiðafirði sá hann stóran og mikinn griðung, sem er annað nafn á nauti. Griðungurinn öskraði á hann. Landvættur Vesturlands er því griðungur. Þegar maðurinn synti suður um Reykjanes kom á móti honum bergrisi sem var svo stór að hann bar höfuðið hærra en öll fjöllin. Með honum voru margir jötnar . Landvættur Suðurlands er því bergrisi. Þar sem landvættirnir stóðu vörð um landið komst maðurinn hvergi í land og varð því að synda aftur til konungs í Danmörku og hafði ekki erindi sem erfiði . Vissir þú að allar íslensku myntirnar eru með mynd af landvætti eða land- vættum? Á krónumyntinni er mynd af bergrisanum en 5 kr., 10 kr., 50 kr. og 100 kr. myntirnar eru með öllum fjórum landvættunum. Hver er landvættur í þínum landsfjórðungi? Hvernig er byggðarmerki þíns sveitarfélags? Hannaðu nýtt byggðarmerki fyrir þitt sveitarfélag þar sem landvættur þíns landsfjórðungs er í forgrunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=