Orðspor 1

3. KAFLI 49 Flettu mynda- sögu og skoðaðu skrípóhljóðin. Finndu skrípóhljóð sem hægt væri að túlka: grátur – árekstur – smjatt. Í myndasögum þurfa menn gjarnan að skrifa út ákveðin hljóð, því að þau – eðlilega – heyrast ekki á prenti. Það þarf hljóð þegar einhver dettur á rassinn. Það þarf hljóð þegar bíll nauðhemlar. Það þarf hljóð þegar einhver smellir fingrum. Það þarf hljóð þegar einhver stingur sér til sunds. Það er ekki alltaf vandalaust að skrifa þessi hljóð. Þau finnast sjaldnast í orðabókum og þau eru margvísleg. Það heyrist ekki endilega sama hljóðið þegar einhverjum er klappað á kinnina og öðrum gefinn einn á lúðurinn. Þetta er leyst með ýmsum hætti. Þegar einhver kastar sér til sunds heyrist oftast SKVAMP eða PLASK. Ef viðkomandi er mjög stór um sig heyrist hins vegar PLOFF. Sprengingar eru oftast nær táknaðar með orðinu BÚMM. En stundum, ef sprengingin er mjög kraftmikil, heyrist KRAMMM! Kjaftshögg eru KLASK, stundum PAF, jafnvel BIFF og stöku sinnum KLÚNK. Þegar menn þefa af einhverju er skrifað HNUSS! HNUSS! en líka SNIFF SNÖFF. Ef menn hins vegar sjúga upp í nefið er það SNÖKT eða jafnvel SNIFF. SKLABB , SKVAMP, KLASK OG SMAKK! Skrípóhljóð BÚMM KRAMMM KLASK PAF BIFF KLÚNK HNUSS! HNUSS! SNIFF SNÖFF SNÖKT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=