Orðspor 1
ORÐSPOR 48 Brynja og Bragi eru flottar fyrirmyndir Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason eru sérlegir áhugamenn um íslensku. Þeim þykir vænt um tungumálið og vilja allt fyrir það gera. Þau hafa sannarlega sýnt landsmönnum fram á með þáttunum Orðbragð að okkar ástkæra og ylhýra tungumál er bæði skringilegt og skemmtilegt. Í þáttunum velta þau málinu fyrir sér á alla kanta, í þeim má til dæmis sjá dæmi um hvernig íslenskan hefur hljómað á landnámsöld, hvernig hún hljómar þegar maður les og jafnvel syngur öll orð aftur á bak, hvaða orð eru útjöskuð og ofnotuð , hikorð, mállýskur , slangur og fleira. Þættirnir hlutu mikið lof og fengu unga sem aldna til að velta fyrir sér íslenskunni og í framhaldinu kom út samnefnd bók. Hér er örstutt sýnishorn úr bókinni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=