Orðspor 1
3. KAFLI 47 Ef þið mættuð velja ykkur efni til að lesa um í fræðigrein, hvað yrði fyrir valinu? Heimildir: Hvaðan fékkst þú þessar upplýsingar? Sá eða sú sem skrifar fræðitexta leitar oft upplýsinga í bókum, tímaritum, á netinu eða með því að taka viðtöl við sérfræðinga. Það er ákaflega mikilvægt að taka fram hvaðan upplýsingarnar eru komnar. Spreyttu þig! Nú er komið að ykkur að undirbúa ritun fræðitexta. Veljið viðfangsefni sem er ykkur hugleikið . Eitthvað sem þið vitið mikið um, hafið áhuga á eða viljið vita meira um. – Veljið efni til að skrifa um. – Safnið upplýsingum af netinu, úr bókum eða tímaritum. – Gerið hugarkort um viðfangsefnið. – Skráið niður hvar þið finnið upplýsingar (heimildir). – Finnið myndir af viðfangsefninu á netinu. – Kynnið viðfangsefnið fyrir bekkjarfélögum, nýtið til þess hugarkortið og myndirnar sem þið funduð. Hlustaðu! Hlustaðu á kynningu bekkjarsystkina þinna. Punktaðu hjá þér a.m.k. eina spurningu sem kviknar við hlustunina. Nú er undirbúningi lokið. Næsta skref væri að skrifa greinina. Hver væri góður titill á ykkar grein?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=