Orðspor 1

ORÐSPOR 46 Allir eru fróðir um eitthvað Fræðitexti getur til dæmis fjallað um: Þræla í Rómaveldi Íslenska hestinn Fjarstýringu Reikistjörnuna Neptúnus Morse stafrófið Þingvelli Egg Egil Skallagrímsson Sprengju-Kötu Staðreynd er eitthvað sem er örugglega rétt. Heil og sæl Til er góður málsháttur sem segir: Sá sem aldrei er forvitinn verður aldrei fróður. Enginn þarf þó að örvænta því allir eru jú einhvern tíma forvitnir … um eitthvað. Þá er gott að geta leitað í góða fræðitexta og fengið upplýsingar um allt milli himins og jarðar. Og sankað að sér þekkingu í leiðinni. Fræðilegur texti gefur lesanda upplýsingar um ákveðið efni. Efnið getur verið hvað sem er. Í textanum eru settar fram staðreyndir um efnið. Fræðitextar geta stundum verið strembnir . Það er vegna þess að oft eru notuð fræðiorð og fagleg orð sem þú ert kannski að heyra í fyrsta skipti. Stundum eru orðin útskýrð í textanum en þú, lesandi góður, þarft líka stundum að finna sjálfur merkinguna. En ekki láta það stoppa þig. Öll ný orð eru auðæfi fyrir orðaforðann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=