Orðspor 1

3. KAFLI 45 Latasta lífvera í heimi? 2. Veldu fimm orð úr textanum sem þú skilur ekki. Reyndu að giska á hvað orðin merkja. Til þess þarftu ef til vill að lesa textann í kringum orðið vel og vandlega. Að lokum skaltu skoða orðið í tölvuorðabók og sjá hvort þú hafðir rétt fyrir þér. Finndu fimm lykilorð og skrifaðu þau í skýin. 3. Settu þig í spor kennarans og búðu til fimm spurningar úr textanum sem þú valdir. Semdu – tvær krossaspurningar. – eina spurningu sem hægt er að svara með Já/Nei eða Rétt/Rangt. – tvær opnar spurningar þar sem skrifa þarf svarið. Letidýr eru spendýr sem er aðeins að finna í Suður og Mið-Ameríku. Þau eru sérkennileg útlits og smá vexti. Til eru tvær tegundir letidýra. Annars vegar dýr sem eru með tvær tær á hverjum útlimi og hins vegar dýr með þrjár tær. Letidýr með tvær tær eru minni, yfirleitt um 4–5 kg en dýr sem hafa þrjár tær geta orðið allt að 8 kg. Letidýrin hafa langar klær, með þeim lengstu sem sjást í dýraríkinu. Þau nærast nær eingöngu á laufi og búa í trjám. Þar hanga þau allan daginn, borða og sofa. Langar klærnar auðvelda þeim að hanga á trjágreinunum. Letidýr hreyfa sig mjög hægt og bara þegar þau neyðast til þess. Þeim þykir líka gott að sofa og geta eytt í það allt að 18 klst. á sólahring. Letidýr hafa lengi byggt Jörðina en flestar tegundir þeirra eru nú útdauðar. Þær voru miklu stærri, sumar á stærð við fíl. Talið er að risaletidýrin hafi horfið af sjónarsviðinu þegar síðasta ísaldarskeiði lauk, fyrir um tíu þúsund árum. Letidýr eru lengi að melta fæðu. vinnubók bls. 38–39

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=