Orðspor 1
ORÐSPOR 44 Það er leikur að Reikistjarnan sem tapaði titlinum Í 76 ár var Plútó talin ein af reikistjörnum sólkerfisins . Árið 1930 tilkynntu stjörnufræðingar um uppgötvun níundu reikistjörnu sólkerfisins, Plútó. Nafnið hlaut reikistjarnan eftir að 11 ára skóla- stúlka frá Oxford, Venetia Burney, stakk upp á því. Hugmyndina bar hún undir afa sinn sem kom henni á framfæri við stjörnufræðinga. Venetia var þó ekki að hugsa um hundinn hans Mikka þegar henni datt nafnið í hug heldur rómverska undirheimaguðinn Plútó. Disney hundurinn Plútó gæti hins vegar hafa verið nefndur eftir reikistjörnunni enda var hún mikið í fréttum á sama tíma og Plútó kom fram í sinni fyrstu teikni- mynd. Árið 2006 ákváðu stjörnufræðingar að Plútó uppfyllti ekki öll þau skilyrði sem þarf til að teljast reikistjarna. Plútó missti því titilinn en er nú í flokki dvergreiki- stjarna ásamt tveimur öðrum hnöttum, Eris og Ceres. Þó má búast við að fleiri hnettir bætist í þennan hóp á næstu árum. Með stórum stjörnusjónauka er hægt að koma auga á Plútó á næturhimninum. Það er hins vegar nokkuð vandasamt verk. Best er að verða sér úti um stjörnukort sem sýna nákvæma staðsetningu dvergreikistjörnunnar. Síðan þarf að sýna mikla þolinmæði og fylgjast með sama staðnum á himninum í nokkra daga til þess að koma auga á Plútó. 1. Veldu þá grein sem vekur áhuga þinn. Lestu hana vel og vandlega og skoðaðu myndirnar. Finndu æfinguna Letidýr eða plánetur í vinnubókinni og leystu verk- efnin. Notaðu efnisyfirlit vinnubókarinnar til að vera fljótari að finna blaðsíðuna. l e s a Stúlkan sem fékk að nefna plánetu. Undirheimaguð Rómverja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=