Orðspor 1

3. KAFLI 43 Skref fyrir skref Lesið textann upphátt a. Stoppið eftir hverja efnisgrein og rifjið upp það sem lesið var. b. Stoppið við orð sem þið ekki skiljið og finnið merkingu þeirra. Forlestur a. Skoðið fyrirsögnina og undirfyrirsögnina á greininni. Hvað heldur þú að greinin fjalli um? b. Skoðið myndina. Hvað segir hún um efnið? c. Hvað vitið þið nú þegar um þetta efni? d. Hvað viljið þið vita meira um þrívíddarprentara? e. Rákust þið á orð sem þið ekki skiljið? 1 2 Eftirlestur a. Ræðið saman um efni textans. Passar efnið við þær hugmyndir sem fram komu í forlestrinum? b. Hvað vitið þið núna um þrívíddarprentara? c. Finnið lykilorð í textanum. d. Gerið einfalt hugarkort af þrívíddarprentara 3 Heimaprentun úr plasti Margir þrívíddarprentarar hafa lækkað mjög í verði á undanförnum árum og má nú fara að prenta litla plasthluti heima við. Þeir prentarar sem nú eru á viðráðanlegu verði fyrir almenning, ráða yfirleitt aðeins við plast og aðferðin er fremur einföld módeltækni. Segja má að þetta séu nokkuð háþróaðar lím- byssur. Í stað þess að bræða duft, eru hlutirnir prentaðir úr fljótandi efni. En leysiprentarar eru þó einnig á leið til almennra neytenda innan skamms. Sameiginlegt öllum þrívíddarprenturum er að þeir prenta á grundvelli þrívíddarskráa sem verða til í tölvu, annaðhvort með teiknun eða þrívíddarskönnun. Vegna þess hve hratt verðið lækkar, telja vísindamenn þess ekki langt að bíða að þrívíddarprentarar verði algengir á heimilum. Með þrívíddar- prentara geta börnin t.d. smíðað sín eigin leikföng. Hvað er: Hvernig virkar: Hvaða möguleikar: Hvað er framundan:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=