Orðspor 1

3. KAFLI 41 Fróðleikur um fræðitexta Í fræðitexta getur leynst fróðleikur um allt milli himins og jarðar. Sumir tengja slíkan texta við tækni og vísindi en í raun getur fræðitextinn átt við hvað sem er s.s. hluti, dýr, fólk, staði og tímabil. Hér sérðu hugarkort . Að gera hugarkort er náms- tækni . Hugarkort eru gerð til að skilja og muna flókin hugtök. Hugarkort nýtast mjög vel þegar verið er að safna upplýsingum um ákveðið efni, þegar safna á saman hugmyndum eða þegar leita þarf lausna . Um víða veröld– Jörðin Námsgagnastofnun 7012 Um víða veröld – Jörðin er kennslubók í landafræði, einkum ætluð nemendum á unglingastigi. Bókinni er skipt í átta kafla. Í hverjum kafla er að finnamegintexta, rammagreinar til fróðleiks og ítargreinar um áhugaverð málefni. Í lok hvers kafla er að finna fjöl- breytt verkefni. Í bókinni er fjöldi korta, skýringarmynda og ljósmynda sem útskýrir lesefnið enn frekar. Fyrsti kaflinn fjallar um tilurð jarðar og jarðsöguna, gang himintungla og ferðir mannsins út í geiminn. Í öðrum kafla er rætt um uppbyggingu jarðar, innri og ytri öfl sem móta landið og breyta. Því næst er fjallað um landakort, hvernig þau nýtast manninum og nýjungar í kortagerð. Í fjórða kafla er umræða um náttúru, gróður og loftslag en höfin, hafstrauma og auðlindir hafsins í þeim fimmta. Sjötti kaflinn snýst um auðlindir og orku, endurnýjanlega og óendurnýjanlega orku ogmikilvægi þess að vanda umgengni við auðlindirnar. Í sjöunda kafla ergerðgrein fyrirbúsetuog skipulags- málum á jörðinni og í lokakaflanum er svo fjallaðumumhverfismál þar sem velt erupp mörgum áleitnum samfélagsmálum. Bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar og hljóðbók á vefNámsgagnastofnunar. Höfundur er Hilmar Egill Sveinbjörnsson landfræðingur og kennari. Jörðin Fræðitextar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=