Orðspor 1

2. KAFLI 39 Loforðið 2007 Þessi áhrifaríka saga eftir Hrund Þórsdóttur, segir frá vináttu Ástu og Eyvarar. Þær eru óaðskiljanlegar , bestu vinkonur. En allt breytist þegar Eyvör deyr. Sagan segir frá því hvernig Ásta glímir við missinn og allar þær tilfinningar sem bærast með ellefu ára stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Mikilvægt loforð sem Ásta sver að standa við og undarlegur lykill koma einnig við sögu. Loforðið hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2007. „Hún fann beittan stein og byrjaði að skera límbandið utan af pakkanum, ofur- varlega til að skemma ekki innihaldið. Það tók góða stund að ná því öllu utan af. Hún vafði plastpokunum utan af hlutnum einum í einu og fann fljótt hvað var inni í pakkanum. Hún var alla vega næstum því viss um það. Það var bók. Á meðan hún tók plastið utan af þutu milljón hugsanir í gegnum höfuðið á henni. Hvaða bók gæti þetta verið og af hverju hafði Eyvöru fundist svona mikilvægt að hún fengi hana? Og af hverju hafði hún þá ekki bara látið Eirík og Guðlaugu afhenda henni pakkann? Lykillinn var líka ennþá ráðgáta og hvernig hafði Eyvör komið pakkanum á leynistaðinn? Hún hafði ekki komið þangað sjálf svo lengi og úr því að pakkinn var svona mikið leyndarmál hafði hún varla látið einhverja vinkonu þeirra fara með hann, og það á leynistaðinn. Ásta trúði varla að pakkinn hefði verið þarna alveg síðan um vorið en náði ekki að svara eigin spurningum áður en verkinu var lokið. Hún varð bæði hissa og ofsakát þegar hún sá hvað var inni í pakkanum. Það var dagbók. Falleg græn dagbók bundin inn í mjúkt efni og með lás á hliðinni. Loksins skildi Ásta til hvers lykillinn var.“ Oft er talað um sanna og trausta vináttu. Hvernig eru traustir vinir? Nefnið tvær eða fleiri bækur sem sem fjalla um sama efnið. vinnubók bls. 34–37

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=