Orðspor 1

ORÐSPOR 38 Vinátta Benjamín dúfa 1992 Benjamín dúfa segir frá viðburðaríku sumri í lífi drengjanna Benjamíns, Andrésar, Baldurs og Rólands. Vinirnir stofna riddarareglu Rauða drekans og ætla sér að berjast með réttlæti gegn ranglæti. Þeir lenda í ótal ævintýrum en þegar brestir koma í vináttuna tekur atburðarásin óvænta stefnu. Höfundur sögunnar er Friðrik Erlingsson. Hann hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit að teiknimyndunum Litla lirfan ljóta og Þór . Fyrir Benjamín dúfu fékk Friðrik Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1992 og var tilnefndur til Norrænu barnabókaverðlaunanna. Bókin hefur síðan verið þýdd á fjölmörg önnur tungumál. Árið 1995 var gerð kvikmynd eftir bókinni. „Bílskúrnum heima hjá Róland hafði verið breytt í vopnasmiðju. Botninn var skorinn úr málningarfötum úr járni, þær klipptar til, barðar saman og lóðaðar, slípaðar og pússaðar og þá var kominn hjálmur sem síðan var fóðraður að innan. Skildir voru gerðir úr krossviði. Fyrst var formið teiknað á viðinn, síðan var hann sagaður út og svo tekinn í sundur í miðjunni. Skildirnir áttu nefnilega ekki að vera flatir heldur íhvolfir. Þá var tekinn listi sem búið var að hefla aðeins til, skjaldarhelmingarnir festir við hann með lími og síðast var allt neglt rammlega. Skoran sem myndaðist framan á skildinum var fyllt með trésparsli, slípuð vandlega og síðast var skjöldurinn lakkaður. Sverðasmíðin var öllu meiri nákvæmnisvinna. Fyrst þurfti að hefla blaðið og það var mikið vandaverk. Hjöltun voru gerð sérstaklega og hver og einn hafði mismunandi gerð af hjöltum. Andrés vildi sverð eins og Prins Valiant. Baldi vildi hafa íbjúgt sverð, ég hafði mitt beint en blaðið var breiðast fremst.“ Hér er hugmynd: Lestu bókina, Benjamín dúfa og horfðu svo á kvikmyndina sem gerð var eftir bókinni. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því! Hvaða fleiri bókum eða kvikmyndum manst þú eftir sem fjalla um vináttu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=