Orðspor 1

2. KAFLI 37 Draugaslóð 2007 Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur skrifað margar barnabækur, t.d. bækurnar um Móa hrekkjusvín og Fíusól. Hún skrifaði bókina Draugaslóð sem fjallar um strákinn Eyvind sem býr ásamt ömmu sinni og tveimur köttum í gömlum bústað við Elliðavatn. Hann dreymir alltaf sama drauminn aftur og aftur og áður en hann veit af er hann kominn upp á öræfi þar sem hann fetar draugaslóð á vettvangi Fjalla Eyvindar, Reynistaðabræðra og margra annarra. Þar sem hér er gripið niður í bókina er maður sem heitir Nökkvi að ljúka við að segja Eyvindi sögu Reynistaðabræðra: „Hér eru skuggar liðinna garpa. Finnst þér til dæmis ekki undarlega margt skylt með hvarfi McReynoldsbræðra og Reynistaðarbræðra? Nökkvi settist á móti Eyvindi. Kannski, sagði Eyvindur vantrúaður. En ekkert óeðlilega. Jæja, bara nafnið finnst mér nokkuð hljómsvipað, sagði Nökkvi næstum reiðilega. Svo ekki sé minnst á aldur drengjanna. Og í báðum tilfellum voru bræður sendir til nokkurs konar manndómsvígslu af feðrum sínum. Og hvað með litlu drengina, Edgar og Einar? Ellefu ára báðir tveir. Hvorugur vildi fara í þennan leiðangur. Og báðir gáfu leikfélögum gullin sín, sannfærðir um að þeir myndu ekki snúa aftur.“ Hvaða draugasögur þekkir þú? Draugaslóð var tilnefnd til Norrænu barna- og unglingaverðlauna Vestnorræna ráðsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=