Orðspor 1

ORÐSPOR 36 Draugar Reynistaðabræður 1780 Jón Árnason og Magnús Grímsson byrjuðu að safna íslenskum þjóðsögum og munnmælasögum árið 1848. Þeir söfnuðu sögum um álfa, sæbúa, drauga og galdramenn svo fátt eitt sé nefnt. Sagan um Reynistaðabræður er ein af þeim þjóðsögum sem þeir söfnuðu og er að finna í safni þjóðsagna Jóns Árnasonar. Hér er smá brot úr sögunni sem gerist árið 1780. Sagan hefst á því að 11 ára drengur er sendur nauðviljugur , ásamt öðrum, í för á eftir bróður sínum: „…um haustið lögðu þeir félagar fjórir með féð upp á fjöllin og ætluðu norður Kjalveg þrátt fyrir aðvaranir vina þeirra og kunningja því svo þótti sem feigð kallaði að þeim. Var þeim þá fenginn leiðsögumaður er Jón hét. En allt um það komu þeir hvergi fram og urðu allir úti með fénu og öðrum fjármunum er þeir höfðu með sér.“ Þeir sem vilja lesa áfram söguna geta fundið hana á bókasafni og þeir munu komast að því að lík allra í ferðinni fundust nema þeirra bræðra. Hvað ætli hafi orðið um þá? Skoðaðu fjólubláu orðin. Hvað þýða þessi orð? Notar þú þau í daglegu tali? Trúir þú á drauga?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=