Orðspor 1

2. KAFLI 35 Til að auðvelda þér leitina að bókum á safninu hefur starfsfólk flokkað bækurnar eftir tegundum. Skáldsögur eru á einum stað, uppflettirit á öðrum, bækur um ferðalög á þeim þriðja o.s.frv. Innan hvers flokks er bókunum raðað eftir stafrófsröð og þá er það ekki titill bókarinnar sem farið er eftir heldur nafn höfundar. Ef bókin er eftir erlendan höfund þá leitið þið að eftirnafni hans en ef bókin er eftir íslenskan höfund þá leitið þið að skírnarnafninu . Margir höfundar eru með heimasíðu þar sem þú getur flett upp þeim bókum sem þeir hafa skrifað og jafnvel lesið brot úr bókunum til að sjá hvort þær kveiki áhuga þinn. Eins getur þú sent höfundinum tölvupóst ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi bækur hans. Ferð á skólasafnið eða næsta bókasafn. Töltið á safnið. Þið fáið fimm mínútur til að velja ykkur fræðibók sem vekur áhuga ykkar og grúskið í henni í fimm mínútur. Kennari tekur tímann og gefur merki þegar tíminn er liðinn. Þá skiptið þið á bók við næsta mann og haldið grúskinu áfram. Að tölta er skemmtilegt sagnorð. Þegar það er notað um manneskjur þá merkir það að rölta, labba eða trítla. En það er oftar notað um hesta enda er tölt ein af fimm gangtegundum íslenska hestsins og ef til vill sú þekktasta því fáir aðrir hestar í heiminum tölta. Á N Æ S T U T V E I M U R O P N U M S J Á U M V I Ð B R O T Ú R S I T T H V O R R I S Ö G U N N I E N U M S A M A E F N I Ð .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=