Orðspor 1

ORÐSPOR 34 Bókasafnið Orðið bókasafn segir sig sjálft. Á bókasöfnum finnum við mikið safn bóka. Þar getum við nálgast ólíkar tegundir bóka og mörg söfn eru líka með tímarit, geisladiska og mynddiska til útláns. Í flestum bæjum og hverfum er að finna bókasafn og flestir skólar eru með skólabókasafn. Á hvaða bókasafn hefur þú farið? Hversu oft í mánuði ferð þú á bókasafn? Hvað gerir þú á bókasafni? Bókasöfn eru tilvalinn staður til að skoða hvaða skáldsögur eru í boði. Yfirleitt eru barna- og unglingabækur hafðar sér og nýjustu bækurnar jafnvel settar á áberandi stað svo hægt sé að fylgjast með nýútkomnum bókum. Nefnið nýútkomnar bækur sem þið hafið lesið, langar til að lesa eða munið eftir. Safnið öllum hugmyndum saman í bókalista sem hægt er að hengja upp á vegg í skólastofunni. Það er líka tilvalið að fara á bókasafn til að leita að upplýsingum og heimildum. Segjum að þú eigir að skrifa ritgerð í skólanum um Þýskaland eða Mozart. Þá getur þú farið á bókasafnið og fengið aðstoð starfsfólks við að finna bækur sem þú getur nýtt sem heimildir í ritgerðinni. Á flestum bókasöfnum er líka vinnuaðstaða, þar sem þú getur setið við borð og unnið verkefnið eða lesið þér til skemmtunar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=