Orðspor 1

ORÐSPOR 32 Að verja tímanum til góðs Við lifum ekki bara á loftinu einu saman. Við þurfum að huga að góðum svefni, næringarríkri fæðu og reglulegri hreyfingu til að verða besta útgáfan af okkur. Bæði í námi og leik. Næring Líkaminn þarf orku til að komast í gegnum daginn og til þess að geta vaxið og þroskast. Borðar þú ekki örugglega alltaf morgunmat? Ef þú hugsar um þann mat sem þú borðar, hvað gæti flokkast sem hollur og næringarríkur matur og hvað ætti bara að borða á „sparidögum“? Hreyfing Líkaminn þarf líka hreyfingu og ferskt loft. Hverjir koma fótgangandi eða hjólandi í skólann? Hvaða íþróttir er hægt að æfa í heimabyggð ? Hverjir stunda einhverja hreyfingu utan skóla íþrótta t.d. skipulagða íþróttastarfsemi eða með fjölskyldu og vinum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=