Orðspor 1
2. KAFLI 31 Margar bækur og kvikmyndir fjalla um tilraunir til að stöðva tímann, fara aftur í tímann, fara fram í tímann og fleiri kúnstir til að hafa áhrif á tímann. Í bókinni Harry Potter og fanginn frá Azkaban fékk Hermione hálsmen að gjöf sem var í raun tímabreytir. Á hálsmeninu var stundaglas og með því að snúa því gat hún endurlifað sama klukkutímann aftur. Í teiknimyndinni Meet the Robinsons frá 2007 hittir 12 ára drengur strák úr framtíðinni og ferðast þeir saman um tímann í leit að fjölskyldu. Í myndinni Aftur til framtíðar (Back to the Future) er unglingur óvart sendur aftur í tímann og þar hittir hann foreldra sína sem þá eru bara unglingar. En tímaflakk er ekki ný hugmynd í bókum og kvikmyndum. Árið 1895 kom út bók sem heitir Tímavélin eftir breskan höfund, H.G. Wells. Í mjög stuttu máli verður vísindamaður ástfanginn en óhapp verður til þess að hann getur ekki eytt ævinni með ástinni. Þá hannar hann tímavél sem hann nýtir til að reyna að breyta fortíðinni. Óhætt er að segja að hann lendi í ýmsum ævintýrum. 1. Hannaðu hlut sem gerir þér kleift að stjórna tímanum á einn eða annan hátt. 2. Hvernig myndir þú nýta hlutinn? Gerðu hugmyndalista. 3. Skrifaðu stutt leikrit, smásögu eða teiknimyndasögu þar sem þú ferð aftur í tímann og hittir einhvern ættingja þegar hann er á þínum aldri. Stöðugleiki minnisins eftir Salvador Dali.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=