Orðspor 1
2. KAFLI 29 Steypireyður Steypireyður er stærsta dýrið á j örðinni og getur hún orðið um 30 metra l öng . Afkvæmi steypireyða kallast kálfar og mælast þeir yfirleitt um 7–8 metra langir þegar þeir eru nýfæddir. Kálfarnir vaxa hratt því þeir þyngjast um 90 kg á dag fyrstu 6–8 mánuði ævi sinnar. Það er ekkert skrýtið að þeir þyngist svo hratt því þeir drekka um 300 lítra af mjólk á dag! Steypireyður lifir í öllum úthöfum , þ.m.t. í Norður-Atlantshafi. Talið er að það séu um 1000 steypireyðar við Ísland á sumrin. Steypireyðar geta orðið 80–90 ára gamlar. Steypireyður er stærsta spendýr jarðar. Tegundin var um tíma í útrýmingar- hættu en er nú alfriðuð og talin úr hættu. • Lestu textann um steypireyði. • Finndu aðalatriðin og skrifaðu lykilorð. • Skrifaðu endursögn/ útdrátt úr textanum. Gaman væri að vita hversu marga úr bekknum þínum þyrfti til að mynda lengdina á einum steypireyðarkálfi. Hvað þá á fullvaxinni steypireyði. vinnubók bls. 27
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=