Orðspor 1

ORÐSPOR 28 Endursögn Endursögn er einfaldlega það að endurtaka eitthvað sem við höfum séð, heyrt eða lesið, með eigin orðum. Þú horfir kannski á góða mynd, lest spennandi bók eða spilar nýjan tölvuleik og þegar þú segir öðrum frá innihaldi myndarinnar, bókarinnar eða tölvuleiksins þá ertu í raun að endursegja það sem þú hefur séð, lesið eða spilað. Á fréttamiðlum á netinu er til dæmis hægt að fylgjast með gangi mála á íþróttaviðburðum. Þetta nýtist þeim sem ekki komast á leikinn en vilja vita hver staðan er, hver skorar, hvort verið sé að dæma villur/gul spjöld/aukakast. Fréttamaður situr í blaðamannastúkunni, horfir á leikinn og endursegir á netinu hvað hann sér, hvað er að gerast. Endursögn nýtist í daglegu lífi ekki síður en í námi. Með lykil- orðunum sem dregin voru úr textanum um Ísland hér á undan er hægt að endursegja innihald textans. Ekki orð fyrir orð, heldur með eigin orðum þannig að aðalatriðin komi fram. Það kallast að gera útdrátt. Skoðið lykilorðin um lýðveldið Ísland sem þið funduð fyrr í kaflanum. Endursegið textann í fimm til sjö málsgreinum með hjálp lykilorðanna. Segðu frá kvikmynd, bók, tölvuleik eða íþróttaviðburði sem þú hefur nýlega séð, lesið eða spilað. Þú getur undirbúið þig með því að skrifa niður lykilorð til að styðjast við. Hlustaðu af athygli á bekkjarfélaga þína. Vertu tilbúin/n með a.m.k. eina spurningu eða hrós að flutningi loknum. Hlustaðu!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=