Orðspor 1

2. KAFLI 27 Flettið dagblöðum eða vafrið um á fréttamiðlum og finnið a.m.k. þrjár fréttir sem ykkur finnst hafa fyrirsagnir sem upplýsa lesandann strax um efni fréttarinnar. Ef þú flettir blöðum eða skoðar fréttamiðla á netinu þá eru fyrirsagnir oft eitt eða nokkur orð sem sýna hvert er aðalatriði textans sem á eftir kemur. Í þessu fréttabroti er það augljóst hvert aðalatriðið er og um hvað textinn fyrir neðan mun fjalla: Innlent | mbl | 8.1.2015 | 13:30 Brúarskóli fékk spjaldtölvur að gjöf Brúarskóli fékk í byrjun ársins tíu nýjar iPad spjaldtölvur að gjöf en á yfirstandandi skólaári er unnið að því að nýta hina fjölbreyttu möguleika spjaldtölvunnar í vinnu með nemendum og einnig að kenna þeim einfalda forritun. Það var Skeljungur sem gaf skólanum spjaldtölvurnar …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=