Orðspor 1

ORÐSPOR 26 Lýðveldi var stofnað árið 1944. Þá var landið ekki lengur undir danska konungnum og kosinn var fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson. Fullveldisdagur Íslands er 1. desember og kom sú dagsetning til greina þegar velja átti þjóðhátíðardag fyrir Íslendinga. Á endanum varð 17. júní fyrir valinu því sá dagur var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar sem var aðal baráttumaður Íslands í sjálfstæðisbaráttunni. Aðalatriði Stundum sjáum við ekki skóginn fyrir trjánum í merkingunni að við eigum stundum erfitt með að sjá aðalatriðin í löngum texta sem er uppfullur af aukaatriðum. Skoðum til dæmis þetta textabrot: Pétur hendir sér í skóna án þess að reima og vefur treflinum utan um hálsinn. Hann fer í úlpuna en rennir henni ekki upp. Án þess að blása úr nös hleypur hann yfir skólalóðina og tekur sprettinn heim til sín. Í dag á hann afmæli og hann veit að gjöfin frá foreldrunum bíður eftir honum heima. Við byrjum á að spyrja okkur: Hvert er aðalatriðið í þessum texta? Pétur á afmæli og flýtir sér heim til að fá gjöf . Allt hitt eru aukaatriði. • Lesið seinni hlutann af textanum og finnið orð sem hentugt er að glósa. Geymið listann því þið nýtið hann síðar. vinnubók bls. 22

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=