Orðspor 1
2. KAFLI 25 Glósa , glósa , glósa Við erum stöðugt að læra nýja hluti hvort sem við lesum einhvern fróðleik, heyrum talað um hann eða sjáum eitthvað nýtt og spennandi í blöðum, sjónvarpi, á netinu eða annars staðar. Sumt leggjum við strax á minnið en annað þurfum við að heyra aftur og aftur eða lesa oft til að meðtaka . Það eru til ýmsar aðferðir sem hjálpa okkur að læra, muna og skilja. Ein þeirra er að glósa. Lykilorð Til að hjálpa okkur að muna getum við skrifað niður lykilorð. Foreldri biður þig t.d. um að fara út í búð og kaupa hitt og þetta. Flestum þykir gott að punkta hjá sér hvað á að kaupa og hversu mikið. Að taka niður lykilorð er eins og að búa til lista. Síðan er hægt að nota listann og búa til útdrátt eða endursögn um það sem maður glósar. Þetta nýtist vel í öllu námi. Skoðum til dæmis þennan texta: Hér væri hægt að byrja að glósa orðin: – Næst stærsta eyja Evrópu – Norður-Atlantshaf – um 350.000 – Reykjavík – 874 – Ingólfur Arnarson – 930 – Alþingi á Þingvöllum – undir Norðmönnum og Dönum – 1918 – fullveldi Ísland er önnur stærsta eyja Evrópu og hafið umhverfis hana heitir Norður- Atlantshaf. Á Íslandi búa um 325.000 manns og höfuðborgin er Reykjavík. Löngum hefur verið talið að árið 874 hafi Ingólfur Arnarson verið fyrstur til að nema hér land og í kjölfarið komu fleiri landnemar og tímabil sem nefnt er landnámsöld hófst. Því lauk þegar Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Ísland var ekki alltaf sjálfstætt land eins og það er í dag. Landið var undir stjórn Norðmanna og síðar Dana allt til ársins 1918 þegar landið fékk fullveldi. vinnubók bls. 23 og 24
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=