Orðspor 1

21 Margrét Þula er tíu ára. Hún býr á Norðurlandi, á Akureyri við Eyjafjörð. Hún á tvö heimili. Annað hjá móður sinni og stjúpföður og hitt hjá föður sínum. Hún á tvo yngri bræður, Arnar og Helga sem eiga það til að fara verulega í taugarnar á systur sinni. Margrét Þula fæddist í Kína. Hún var eins árs þegar hún kom til Íslands. Xiu er kínverska nafnið hennar. Það þýðir hin dásamlega. Margrét Þula er mikill dýravinur. Hún á tvo ketti heima hjá pabba sínum. Það eru kisusystkinin Þórólfur og Þórhildur. Hún á auk þess hamsturinn Maríu heima hjá mömmu sinni og stjúpa. Margrét Þula er í fimmta bekk. Henni þykir skemmtilegast að læra stærðfræði og náttúru- fræði. Hún er ánægð með kennarann sinn, hann Martein. Hann er nýútskrifaður úr háskóla, er skemmtilegur og fyndinn en samt svolítið strangur. Í bekknum hennar Margrétar Þulu eru 22 krakkar. Hún á ágæta kunningja í bekknum en besta vinkona hennar, hún Ylja er í öðrum skóla. Margrét Þula og Ylja kynntust þegar þær voru í leikskóla. Þær æfa saman skíði en skíða- mennska er einmitt aðaláhugamál Margrétar Þulu. Hún heillaðist af skíðaíþróttinni strax þriggja ára gömul þegar pabbi hennar fór með hana fyrstu ferðina í Hlíðarfjall. En Margrét Þula á fleiri áhugamál. Hún veit ekkert skemmtilegra en að búa til skartgripi. Hún notar margs konar efnivið allt frá marglitum plastteygjum yfir í fínasta silfur. Silfursmíði er hún að læra í bílskúrnum hjá ömmu sinni, sem er fær silfursmiður. Hug- myndir að skartgripunum koma úr ýmsum áttum en Margrét Þula segist horfa mikið á kennslumyndbönd á netinu um skartgripagerð. Margrét Þula er ekki búin að ákveða hvað hún tekur sér fyrir í framtíðinni. Hvort hún stefnir á að verða keppniskona á skíðum eða skart- gripahönnuður mun bara koma í ljós. Hún segist ómögulega geta ákveðið það núna, það sé svo margt sem hana langar að læra og prófa. Margrét Þula Xiu Margrét Þula Xiu 1. persóna: Ég – við 2. persóna: Þú – þið 3. persóna: Hann – hún – það / Þeir – þær – þau Hver ert þú? Láttu eins og þú þekkir þig ekki. Skrifaðu nokkrar máls- greinar um sjálfa(n) þig. Hafðu frásögnina í 3. persónu. Segðu t.d. frá fjölskyldunni, hvar þú býrð, áhugamálum, vinum og skóla og hvernig þú verð frístundum þínum. Hvernig væri svo að teikna eða taka sjálfsmynd?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=