Orðspor 1

ORÐSPOR 18 Málfróður mælir: Að skrifa sendibréf er góð skemmtun. Allt of fáir nýta sér þann gamla og góða sið að skrifa heillandi bréf með snyrtilegri rithönd. Þessi rafpóstur nútímans kemur nú seint í stað bréfsefnis. O sei, sei nei. Skúli karlinn hefur algjörlega gleymt þeim sið að merkja bréfið stað og stund. Fussumsvei. Hér hefði drengurinn auðvitað átt að setja: Finnsstöðum, 21. janúar 1915 . Bíðum nú við, hvaða ár er annars núna? Gott ávarp getur gert gæfumuninn. Kæri vinur, sæl og blessuð vinkona, elsku mamma, háttvirtur forseti. Krassandi kveikja er ómissandi í góðu sendibréfi. Hér beinir bréfritari orðum að lesandanum sjálfum til að vekja áhuga hans. Í lok bréfsins er einnig venja að beina orðum til lesandans. Segja nú eitthvað huggulegt eins og: Hafðu það ætíð sem best. Láttu þér nú batna. Eða eins og þið unga fólkið segið svo skemmtilega : Verum í bandi! Alls ekki má gleyma kveðjunni. Bestu kveðjur , kær kveðja eða með vinsemd og virðingu eru ljómandi fínar kveðjur. Þó þarf að hafa í huga að velja viðeigandi orð er henta tilefni og viðtakanda. Til dæmis passar alls ekki að kveðja skólastjórann í bréfi með því að senda honum ástarkveðju. Skrifaðu stutt bréf til Skúla skelfis og segðu honum hvað þér finnst um hann sjálfan og bækurnar hans. Mundu að huga vel að uppsetningu, ávarpi, kveikju, lokaorðum og kveðju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=