Orðspor 1
1. KAFLI 17 Skúli stofnaði eitt sinn þakkarbréfafyrirtæki. Hann seldi þakkarbréf til skólafélaga á 50 kr. stykkið. Persónuleg bréf, skrifuð fyrir hvern og einn. Þegar kom að skrifunum óx honum það í augum. Öll þessi bréf og allar þessar undirskriftir. Sumir vildu fá þakklætisbréf, aðrir vildu kvarta í sínu bréfi. Skúli beitti útsjónarsemi og orðaforða til að leysa málið. Kæri herra eða frú. Þetta ætti að eiga við um alla, hugsaði Skúli, og þá þarf ég ekki að skrifa nein nöfn. Þakka þér/þakka þér ekki/fyrir a) dásamlega b) skelfilega c) ógeðslega gjöf. Mér fannst hún æðisleg/ömurleg. Hún var besta gjöf/ versta gjöf sem ég hef nokkurn tímann fengið. Ég lék mér að henni/eyðilagði hana/borðaði hana/eyddi henni/fleygði henni í tunnuna. Næst skaltu bara senda helling af peningum. Bestu kveðjur/verstu kveðjur. Vinur þinn eða ættingi. Fullkomið, hugsaði Skúli skelfir. En hvernig átti svo að skrifa undir? Aha, hugsaði Skúli.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=