Orðspor 1

ORÐSPOR 16 Skúli skelfir er frægur. Um hann hafa verið skrifaðar meira en 50 bækur sem svo hafa verið þýddar á mörg tungumál til að krakkar um víða veröld geti lesið um hann. Ekki má gleyma teiknimyndunum og kvikmyndinni. Höfundur bókanna um Skúla skelfi er Francesca Simon. Af hverju má ég ekki bara lesa Skúla skelfi aftur og aftur og aftur? Skúli er mikill meistari. Ókurteis, óþægur, hrokafullur prakkari en meistari engu að síður. Skúli veit hvað tungumálið getur skipt miklu máli þegar framkvæma á góðan hrekk, segja skoðun sína eða til að græða peninga á tá og fingri. Það er nefnilega svo mikilvægt að orða hlutina á réttan hátt. Til þess þarf að búa yfir ríkum orðaforða. Skúli skelfir er ekki bara hrekkjalómur. Hann er hugmyndaríkur , úrræðagóður og uppátækjasamur . Hann er áhugasamur um alls konar hluti. Hann les draugasögur, býr til hryllingsmyndir, semur bréf og reynir að smíða tímavél til að heimsækja áhugaverð tímabil í mannkynssögunni svo eitthvað sé nefnt. Hann er líka fróðleiksfús . Hann hefur lesið sér til og sankað að sér ýmsum upplýsingum um líkamann, risaeðlur og heimsmet. Skúli skelfir veit nefnilega að þekking getur komið sér vel.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=