Orðspor 1
1. KAFLI 13 Heilaleikfimi • Lærðu a.m.k. fyrsta erindið utanbókar. • Lestu textann yfir í hljóði minnst þrisvar sinnum. • Lestu svo upphátt, jafnvel fyrir náms- félaga, til að festa orðin betur í minninu. • Næst skaltu lesa hverja ljóðlínu og endurtaka svo aftur upphátt án þess að horfa í bókina. • Þegar þú telur þig hafa lært erindið, farðu þá með það fyrir námsfélaga þinn. • Getur þú lært seinna erindið líka? Íslenskuljóðið Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og var, og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg, um gamalt líf og nýtt í sveit og borg. Á vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar mál. Að gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn – nema ég og þú. Þórarinn Eldjárn Hugsaðu um merkingu orðanna sem þú lest. Hvað ertu í raun að segja? Að skilja orðin hjálpar þér að muna þau. Það að skilja textann gerir þig að betri flytjanda. Talaðu!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=