Orðspor 1

ORÐSPOR 12 Á íslensku má alltaf finna svar … Íslenska er eitt af þeim tungumálum sem fæstir tala í heiminum. Fyrir um 1000 árum hét tungumálið ekki íslenska. Landnámsmenn Íslands töluðu nefnilega tungumál þeirra landa sem þeir höfðu yfirgefið. Flestir komu frá Noregi og töluðu því norrænt tungumál sem í dag er kallað frumnorræna. Á leið sinni til Íslands komu landnáms- mennirnir, sem margir voru víkingar, við á nokkrum stöðum, rændu og rupluðu og gripu með sér eiginkonur, þræla og ambáttir . Þetta fólk kom m.a. frá Írlandi og Skotlandi. Þar var annað tungumál ríkjandi, svokölluð gelíska. Fyrstu íbúar Íslands fluttu því með sér a.m.k. tvö tungumál sem áttu með tímanum eftir að hafa áhrif hvort á annað og móta nýtt tungumál: íslensku. hestur horn land fugl maður stelpa strákur frjáls ský Hekla norræn mál gelíska Hvaða tungumál hafa haft áhrif á íslensku í gegnum tíðina? Nefndu dæmi um orð sem hafa bæst við íslensku frá öðrum tungumálum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=