Orðspor 1
ORÐSPOR 10 Tungumálið þitt Það mál sem talað var í kringum þig þegar þú fæddist og þegar þú varst að alast upp telst vera móðurmálið þitt. Þegar þú lærðir að lesa og skrifa bættist ritmálið við en það er mikilvægur hluti af tungumálinu. Þú veist nú þegar heilmikið um tungumálið. Þú ert nokkurs konar sérfræðingur í því. Þú hefur lært málfræði, veist hvernig á að stafsetja fjölda orða og geymir gríðarstóra orðaforðakistu í heilabúinu. Þrátt fyrir þessa miklu þekkingu er nauðsynlegt að læra meira um tungumálið. Sagt er að meðalmaður noti 400–800 orð daglega við hversdagslegar athafnir s.s. spjalla við skólafélaga, tala í símann, að taka bensín og versla í matinn. En til þess að geta lesið erfiðan texta (frétt, fræðitexta, námsbók) þarf maður að skilja um 4000–5000 orð. Gera má ráð fyrir að nemandi sem lýkur framhaldsskóla geti notað um 60 þúsund orð og skilji jafnvel 60 þúsund til viðbótar. Það eru ansi mörg orð. Og reiknaðu nú! Skrifaðu niður 15 fyrstu orðin sem þér detta í hug. • Bættu nú við 8 orðum sem þér þykja falleg. • Láttu þér detta í hug þrjú löng orð og skráðu hjá þér. • Bættu að lokum við tveimur erlendum orðum að eigin vali. • Notaðu orðin 28 sem þú hefur skráð hjá þér og semdu stutta bullræðu. Öll orðin þurfa að koma fyrir a.m.k. einu sinni. Bættu við orðum í ræðuna eftir þörfum. • Haltu bullræðu fyrir bekkjarfélaga. Talaðu! • Talaðu hátt og skýrt. • Stattu jafnt í báða fætur og berðu höfuðið hátt. • Ekki fela þig bak við blað eða bók.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=