Orðspor 1
109 Að leiðarlokum … Nú líður senn að lokum þessarar námsbókar, anginn minn. Við Tungulipur höfum skemmt okkur konunglega við að uppfræða þig um leyndardóma litla tungumálsins okkar, íslensku. Mikið vona ég nú að þú hafir haft nokkuð gaman af og jafnvel eitthvert gagn. Því til þess var leikurinn gerður, já sei sei já. Hver veit nema við sjáumst aftur, á öðrum síðum, í annarri skruddu. Vertu ævinlega margblessaður, kæri lestrarlærlingur. Þar til síðar. Psst, mundu að senda póst. Jæja, hvað segirðu þá? Var þetta ekki bara ágætis námsbók? Ekkert allt of leiðinleg? Hún hefði svo sem getað verið betri ef ég hefði fengið fleiri línur. Það er nánast gefið. Svona bókagrín er vanmetið að mínu mati. Aldrei of mikið af því. Ef þú kunnir að meta mitt innlegg í þessa skraufþurru skræðu þá hvet ég þig eindregið til að senda útgefandanum nokkrar línur og óska eftir því að ég fái meira pláss í næstu bók. Jafnvel biðja um að bókin verði nær eingöngu um mig og mitt gamanmál. Svo yrði nokkrum svona fróðleiksmolum um íslensku skeytt inn á örfáum stöðum. En nú er verið að segja mér að hætta. Þessi bók er búin. Verum í bandi, trippið mitt! Voff
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=